Draumamorgnar Draumsögu á Akureyri

Þrír draumamorgnar, miðvikudagana 18. og 25. október og 1. nóvember, kl. 10 - 12 
Leiðbeinandi: Valgerður H. Bjarnadóttir
 
Okkur dreymir í hvert sinn sem við sofum og jafnvel í vöku, þegar hugurinn reikar án fullrar meðvitundar. En það getur verið þrautin þyngri að muna þessa drauma og taka þá með sér inn í vökuna ... og þótt við munum þá nokkurn veginn óbrenglað, er ekki víst að við skiljum hvað þeir vilja okkur.
Nú, þegar haustið heilsar fylgja dimmar nætur og draumarnir krefjast athygli. Á þessu þriggja vikna námskeiði heilsum við þeim og lærum aðferðir til að huga að og vinna með draumana okkar og þá sögu sem þeir segja okkur. Kynnumst hugmyndum Draumsögu og aðferðum til að nálgast þá og vinna með þá sem sjálfsþekkingarleið .. og njótum sköpunarinnar sem þeir færa okkur. Unnið verður með sambandið milli draum- og vökuvitundar með fræðslu, umræðu, íhugun, æfingum, tjáningu og sköpun.
Byrjað er á að byggja upp grundvallartraust, kynnast meginþáttum í sögu og draumalífi allra þátttakenda og fara yfir markmið og tilgang.
Megináhersla er á að auka getu til að nýta eigin drauma sér til gagns í daglegu lífi og að efla tengsl á milli draum- og vökuvitundar.
Námskeiðið er opið öllum áhugasömum.
Verð kr. 18.000.- fyrir námskeið og námsgögn.
Skráning og nánari upplýsingar um staðsetningu, greiðslur o.fl. fyrir 16. október, á vanadis@vanadis.is