Draumsögunámskeið á Lanzarote í janúar 2024

Draumsögusystur: Elísabet Lorange og Valgerður H. Bjarnadóttir
Draumsögusystur: Elísabet Lorange og Valgerður H. Bjarnadóttir

Í  upphafi árs 2024 verður Draumsaga með tvö námskeið á Lanzarote, þar sem unnið verður með drauma dags og nætur í sól og sælu. Við munum dvelja í litla draumabænum Punta Mujeres (Kvennaoddi eða Kvennanes), læra á draumana okkar, dekra við okkur og næra tengslin, í umhverfi sem er framandi, gjöfult og opnar nýjar gáttir.  

Þetta verður fimmta árið sem Draumsaga heldur draumanámskeið á Lanzarote í upphafi nýs árs.  Í þetta sinn verða námskeiðin tvö og með ólíkar áherslur, þótt í báðum séu draumar og samspil vökunnar og svefsins grunnurinn sem við vinnum út frá.

Fyrra námskeiðið er hefðbundið Draumsögunámskeið sem felst í því að byggja upp og dýpka sambandið milli draum- og vökuvitundar með fræðslu, skrifum, umræðu, íhugun, tjáningu og sköpun og þó ekki síst með því að vinna saman með drauma einstaklinganna í hópnum. Lögð er áhersla á að hvert og eitt öðlist getu til að nýta eigin drauma sér til gagns í hinu daglega lífi.  Námskeiðið er opið öllum kynjum.

Draumsaga kvenhetjunnar er fyrir konur. Það byggir á sama grunni og hefðbundna námskeiðið, en tengir draumavinnuna við hugmyndina um kvenhetjuferðina, þar sem við nýtum ævintýri og goðsagnir, auk draumanna, til sjálfsskoðunar.

Allar nánari upplýsingar í tölvupósti á vanadis@vanadis.is 

Sjá nánar um Draumsögu hér á síðunni.