Haustið 2017 bauð Vanadís í fyrsta sinn upp á heils vetrar nám, þar sem sagan var skoðuð, frá gyðjumenningu steinaldar í gegnum feðraveldi síðustu árþúsunda og til dagsins í dag. Þessi saga var svo nýtt sem spegill fyrir stöðu kvenna og sjálfsmynd. Tveir hópar tóku þátt veturinn 2017-18, annar sunnan heiða og hinn norðan.
Haustið 2018 var aftur boðið upp á nám af þessu tagi, nú undir yfirskriftinni Brísingamen - þráðurinn frá Miklugyðju til mín. Þrír hópar kláruðu námið vorið 2019, tveir sunnan heiða og einn fyrir norðan, auk þess sem norðanhópurinn frá fyrri vetri hélt áfram í framhaldsnámi.
Síðan hefur Brísingamenið verið fastur liður í starfi Vanadísar, en með covid urðu nokkrar breytingar á fyrirkomulagi, svo síðasta vetur var einn hópur fyrir allt landið og námið fór fram bæði í raunheimum og netheimum. Nú er aftur boðið upp á þetta einstaka nám fyrir konur af öllu landinu, þrjár samveruhelgar utan þéttbýlis (haust, miðsvetur og vor) og þess á milli hittumst við á netinu.
Stór hluti nemenda hefur haldið áfram í framhaldsnámi Vanadísar: Gullveigu, Djúpúðgu og Kærleika og Visku,
Umsagnir um námið frá fyrrum nemendum eru ánægjulegar
„Algerlega einstakt námskeið sem engin kona ætti að láta fram hjá sér fara. Hvert einasta skipti var gæðastund með forgang í dagatalinu og tilhlökkun í hjartanu. Frábær kennsla, leiðsögukona og meðþátttakendur. Einkunn 11 af 10 mögulegum!“
Sigríður Ævarsdóttir, bóndi m.m.
"Gyðjunámið er búið að vera ævintýri líkast, bæði fræðilega og persónulega. Það hefur víkkað sjóndeildarhring minn í tíma og rúmi."
Sigríður Júlía Bjarnadóttir kennari
"Það besta sem ég hef gert er að fara á þetta námsskeið. Það er mjög spennandi,skemmtilegt, fræðandi og nærandi. Valgerður er snilldar leiðsögukona. Mæli heilshugar með því. Skelltu þér og sjáðu bara sjálf."
Barbara María Geirsdóttir hjúkrunarfræðingur