Gyðjusögur eru röð örnámskeiða um gyðjuna í gegnum aldirnar og trúar- og menningasögu kvenna, sem Vanadís hefur haldið norðan og sunnan heiða síðan 2012. Gyðjusögurnar eru yfirleitt 3ja klukkustunda námskeið, haldin að kvöldi, sumar eru eingöngu fyrir konur, en stundum bjóðum við körlum að vera með. Dagskráin er yfirleitt þessi:
Hópurinn tengist
Valgerður segir sögu einhverrar gyðju, merkrar konu og/ eða menningar og um það spinnast svolitlar umræður
Eftir stutt hlé er svo farið í draumferð á vængjum trommusláttar og upplifun af stundinni svo deilt í hópnum.
Alls hefur Vanadís haldið um 40 mismunandi Gyðjusögur frá 2012. Nokkur dæmi um yfirskriftir eru: Miklagyðja, Inanna, Ísis, Grísku gyðjurnar, Freyja, Keltneskar gyðjur, Gyðjumenning við landnám Íslands, Tröllkonur og jötnameyjar, Drottningar fornaldar, Svarta meyjan eða madonnan, María og Magðalena, Enhedúanna - elsta þekkta skáld veraldar, Dýrlingar og helgar meyjar, Mánagyðjan, Ástargyðjan, Örlagagyðjur o.s.frv.
Á vorönn 2019 eru Gyðjusögur u.þ.b. mánaðarlega bæði á Akureyri og í Reykjavík. Sjá nánar í Fréttum