14.10.2023
Þrír draumamorgnar, miðvikudagana 18. og 25. október og 1. nóvember, kl. 10 - 12
Leiðbeinandi: Valgerður H. Bjarnadóttir
06.07.2023
Draumsaga hefur síðustu ár boðið upp á námskeið um drauma dags og nætur á ævintýraeyjunni Lanzarote, í upphafi hvers árs. Í ár verða námskeiðin tvö.
Draumsaga dags og nætur: 6. - 13. janúar 2024 - opið öllum kynjum.
Draumsaga kvenhetjunnar: 14. - 21. janúar 2024 - fyrir konur
Nánari upplýsingar á vanadis@vanadis.is eða með því að senda fyrirspurn hér af síðunni
06.07.2023
Vanadís býður upp á bæði styttri námskeið og lengri námsleiðir næsta starfsár eins og undanfarin ár. Sum námskeið eru opin öllum áhugasömum konum eða öllum kynjum, en önnur eru sérstaklega fyrir þau sem hafa lokið grunnnámskeiðum eða -námsleiðum Vanadísar. Nánari upplýsingar og skráning á vanadis@vanadis.is eða með því að senda fyrirspurn hér af síðunni.
08.07.2022
Nú er skráning hafin í námið Brísingamen og sérstakt snemmskráningartilboð til þeirra sem skrá sig og greiða staðfestingargjald fyrir 15. júlí.
16.06.2022
Námskeið á shamanískum nótum, haldið á Öxl, Snæfellsnesi dagana 26. - 28. ágúst 2022
Leiðsögufreyja: Valgerður H. Bjarnadóttir
16.06.2022
Af ýmsum ástæðum hefur þessi vefsíða legið í einhvers konar dái í næstum tvö ár, svo það er sannarlega tími til kominn að hún vakni til lífsins og haldi áfram að færa ykkur fréttir af starfsemi Vanadísar. Eins og hjá goðum fornsagnanna verður þessi Undirheimaferð bara til þess að gefa henni aukinn styrk og ég hlakka til að vera með ykkur hér á næstu misserum, láta ykkur vita af því sem framundan er og færa ykkur fréttir af því sem er í gangi.
30.05.2020
Nú er hafin skráning í Brísingamen næsta vetrar. Námið, sem er fyrir konur, er frá október til maí og er í boði bæði nyrðra og syðra.
Leiðbeinandi: Valgerður H. Bjarnadóttir, félagsráðgjafi og MA í trúarheimspeki og menningarsögu kvenna.
06.02.2020
Nú í febrúar eru fyrirhuguð tvö Lífsvefsnámskeið, annað hefst 21. febrúar í Hafnarfirði og hitt 27. febrúar á Akureyri.
Lífsvefurinn er sjálfsþekkingarnámskeið fyrir konur (sjá nánar undir Námskeið). Þú getur sent fyrirspurn hér ef þú vilt skrá þig eða vita meira.
25.07.2019
Valgerður H. Bjarnadóttir,
félagsráðgjafi og MA í femínískri menningarsögu og trúarheimspeki
Tími: Október 2019 til maí 2020 – 9 skipti ca. 100 klst
Staður: Námið er í boði á höfuðborgarsvæðinu og á Norðausturlandi
03.06.2019
Sögukona - Valgerður H. Bjarnadóttir
Níu mánaða nám, þar sem þátttakendur móta og tileinka sér forn kvennafræði eða svokallaða shamaníska lífsnálgun fyrir okkar tíma og veruleika, og finna og þjálfa leiðir til að koma á og viðhalda jafnvægi í eigin lífi og umhverfi. Unnið verður með lífstilgang okkar og tengingar við allt líf og Móður Jörð.