Vetrarnám um gyðjuna og konuna í menningu okkar, trú og sjálfsmynd í árþúsundir.
"Leiðsögukona": Valgerður H. Bjarnadóttir, félagsráðgjafi með MA í femínískri menningarsögu og trúarheimspeki
Tími: September 2022 til júní 2023
Staðsetning: Námið er í boði fyrir konur um allt land. Helgarlotur verða þrjár utan þéttbýlis og þess á milli er hist í netheimum, að jafnaði einn dag í senn, milli helganna - alls níu hlutar. Við byrjum 29. september og endum í byrjun júní.
Skráning og nánari upplýsingar í síma 895 3319 og á vanadis@vanadis.is
Nokkur orð um innihald og námsnálgun: Hver er þáttur kvenna og hins kvenlæga í mótun menningar og þar með sjálfsmyndar okkar?
Í þessu námi munum við rekja þráðinn í gegnum þúsunda ára menningarsögu, setja upp kynjagleraugun og rýna í þátt hins kvenlæga í veröldinni og trúnni, læra um sjálfar okkur og menninguna sem við lifum og hrærumst í og þær meðvituðu og ómeðvituðu hugmyndir sem móta okkur. Við lærum um gyðjumenningu fyrri tíma, mæðrasamfélög fyrr og nú, stöðu kvenna í ólíkum menningarsamfélögum og ótal myndbirtingar Gyðjunnar í gegnum árþúsundin, allt til okkar daga og ekki síst um upprisu hennar á síðustu árum.
Námið er flétta akademískrar, skapandi og persónulegrar nálgunar og byggir á
• Sögum, fræðigreinum, fyrirlestrum á myndböndum, heimildamyndum og öðru námsefni sem þátttakendur tileinka sér
• Skapandi verkefnavinnu, fornum fræðum, samtali og speglun í hringjum og tengslum við náttúruna
• Sjálfsskoðun og innri sjálfsþekkingarvinnu, m.a. hugleiðslum, draumferðum og draumavinnu
Brísingamenið er nú haldið í sjötta sinn og hafa um 60 konur lokið náminu. Flestar hafa þær síðan haldið áfram og lokið allt að fimm árum í námi hjá Vanadísi.