Nú er að ljúka miklum vetri með þremur námsleiðum Vanadísar, Brísingameninu, Djúpúðgu og Kærleika og Visku, allt u.þb. 8 mánaða námsferli, þar sem konur skoða kvennasöguna í gegnum goðsagnir og trú og blákaldan raunveruleikann .. og spegla svo sjálfar sig og nútímann í þessari sögu. Á síðustu vikum hafa útskrifast um 20 konur sem hafa tekið þátt í þessum námsleiðum sl. 5 ár, sumar á hverju ári, aðrar styttra eða með hléum. Eftir viku er svo síðasta útskriftin, úr Brísingameninu, sem er grunnnámið.
Framundan er svo námskeiðið Yggdrasill, sem haldið verður á Snæfellsnesi í júlí og fljótlega hefjast líka skráningar í námsleiðir og námskeið næsta vetrar. Ég hvet ykkur til að fylgjast með og senda mér fyrirspurnir ef þið eruð með óskir eða spurningar.