Fréttir

Draumsaga - brúin milli draums og vöku

Örnámskeið Draumsögu Elísabet Lorange og Valgerður H. Bjarnadóttir Draumsaga er nálgun í draumavinnu, sem hefur að markmiði að styrkja tengslin milli svefns og vöku, milli draum- og vökuvitundar. Á þessu örnámskeiði læra þátttakendur einfaldar leiðir til að skynja, muna og vinna með draumana sína og tengja þá við veruleika vökunnar.

Ný vefsíða Vanadísar

Þá er Vanadísin komin með vefsíðu sem virkar í snjalltækjum ❤ Á næstu vikum verður vefurinn uppfærður með nýju efni og Vanadísin þiggur með þökkum öll góð ráð í slíkum efnum. Vertu velkomin og hikaðu ekki við að hafa samband ef það er eitthvað sem þú ert forvitin um eða langar að koma á framfæri.

Brísingamen - þráðurinn frá Miklugyðju til mín

Vetrarnám í gyðjufræðum fyrir konur Valgerður H. Bjarnadóttir, félagsráðgjafi og MA í femínískri menningarsögu og trúarheimspeki Tími - Október 2018 til maí 2019 – 9 skipti ca. 120 klst Staður - Námið er í boði fyrir konur á höfuðborgarsvæðinu og á Norðausturlandi Hver er þáttur kvenna og hins kvenlæga í mótun menningar og þar með sjálfsmyndar okkar? Hvernig getum við haft áhrif á eigin sjálfsmynd og mótun menningar til framtíðar?

Námskeið Vanadísar 2018

Vanadís mun bjóða upp á ýmiss konar námskeið í sumar og næsta vetur, allt frá örnámskeiðum til heils vetrar náms. Að venju verður áherslan á fjóra þætti: 1. Sjálfsþekkingu - sem er í raun kjarni allra námskeiðanna 2. Drauma - þ.á.m. Draumsögunám og -námskeið í samvinnu við Elísabetu Lorange 3. Gyðjuna og menningarsögu kvenna - Gyðjusögur og lengra nám um Gyðjuna í veröldinni og hið innra 4. Shamanisma - með áherslu á okkar eigin rætur og þá þekkingu og visku sem býr í fornum sögnum okkar. Námskeiðin eru haldin víða um land og lönd, þótt höfuðstöðvar Vanadísar séu á Norðurlandi. Nánari upplýsingar verður að finna á Facebook og hér á síðunni á næstu dögum og vikum.