Fréttir

Draumamorgnar Draumsögu á Akureyri

Þrír draumamorgnar, miðvikudagana 18. og 25. október og 1. nóvember, kl. 10 - 12 Leiðbeinandi: Valgerður H. Bjarnadóttir

Draumsögunámskeið á Lanzarote í janúar 2024

Draumsaga hefur síðustu ár boðið upp á námskeið um drauma dags og nætur á ævintýraeyjunni Lanzarote, í upphafi hvers árs. Í ár verða námskeiðin tvö. Draumsaga dags og nætur: 6. - 13. janúar 2024 - opið öllum kynjum. Draumsaga kvenhetjunnar: 14. - 21. janúar 2024 - fyrir konur Nánari upplýsingar á vanadis@vanadis.is eða með því að senda fyrirspurn hér af síðunni

Námskeið og námsleiðir Vanadísar 2023 - 24

Vanadís býður upp á bæði styttri námskeið og lengri námsleiðir næsta starfsár eins og undanfarin ár. Sum námskeið eru opin öllum áhugasömum konum eða öllum kynjum, en önnur eru sérstaklega fyrir þau sem hafa lokið grunnnámskeiðum eða -námsleiðum Vanadísar. Nánari upplýsingar og skráning á vanadis@vanadis.is eða með því að senda fyrirspurn hér af síðunni.